Katrín Edda

Ég heiti Katrín Edda, 24 ára vélaverkfræðinemi og er núna búsett í Þýskalandi þar sem ég er að klára mastersnámið mitt. Ég hef mikinn áhuga á næringu og þjálfun og kviknaði fitnessáhuginn út frá því. Ég hef verið að keppa allt frá árinu 2011 bæði hérlendis og erlendis með góðum árangri.

Æfingaprógramm Katrínar Eddu:

Dagur 1: Axlir - þungar æfingar

Dagur 2: Fætur og rass- þungar æfingar

Dagur 3: Bak og hendur

Dagur 4: Axlir - léttari æfingar

Dagur 5: Fætur, rass og plyometrics

Ég æfi yfirleitt 5 sinnum í viku og skipti dögunum eftir líkamspörtum með mismunandi áherslum og þyngdum. Skemmtilegast finnst mér að æfa neðri part og bæta þá inn alls konar hoppum og skoppum og enda svo æfinguna á boxpúðanum. Ef veðrið er gott, sem það er yfirleitt hér í Þýskalandi, finnst mér líka mjög gaman að fara í langa hjólatúra og gera æfingar úti á grasi með eigin þyngd.

Hvaða vörur notar Katrín Edda:

Ég hef notað vörur frá Sportlíf seinustu ár sem hafa hjálpað mér mikið að ná mínum árangri. Þær vörur sem ég nota reglulega eru:

- Mysupróteinið frá Scitec, öll brögðin eru frábær en Rocky Road er í uppáhaldi

- BCAA duftið frá Scitec með green apple bragði.

- S.A.W. er uppáhalds preworkout-ið mitt ásamt Big Bang frá Scitec.

- Glutamine frá Scitec.

- PurePharma - öll bætiefnalínan, ótrúlega flottar og vandaðar vörur.

- Casein prótein frá Scitec með Belgian Chocolate bragði fyrir svefninn. Algjört nammi.

- CLA frá Scitec.

Markmið og hvað er framundan:

Stefnan er sett á Íslandsmótið um páskana 2014 og langar mig einnig einhver erlend mót eftir það en hver þau verða er óákveðið. Seinni partur árs 2014 er enn óákveðinn.