María Lena

María Lena Olsen heiti ég, tvítug frá Egilsstöðum. Hef alltaf verið mikið í íþróttum, var í fimleikum, frjálsum og fótbolta ásamt því að hafa þjálfað bæði fimleika og fótbolta. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að lyfta var sú að ég var komin með leið á öllum íþróttunum og langaði að prufa eitthvað nýtt. Ég heillaðist strax að þessu sporti vegna þess að ég fann hversu krefjandi það er. Þrjóskubolti og keppnismanneskja einsog ég elskar að takast á við krefjandi verkefni svo ég hef ekki stoppað síðan ég byrjaði. Ég hef verið í einkaþjálfarafjarnámi frá Bandaríkjunum og stefni á útskrift á þessu ári.

Ég er hress og kát, jákvæð og ákveðin. Finnst ekkert skemmtilegra en að takast á við ný verkefni og hjálpa öðrum að takast á við sín. Hef bullandi áhuga á öllu sem tengist hreyfingu, næringu og heilsunni yfir höfuð. Ég reyki ekki og hef aldrei drukkið áfengi.

Venjulega æfi ég 6x í viku en þegar nær dregur keppni bæti ég morgunbrennslum við. Þegar ég æfi sem mest þá hef ég verið að æfa 10x á viku s.s. 4 daga morgunbrennslur og 6 daga lyftingar. Þegar ég lyfti þá supersetta ég mikið ásamt miklum plyometrics æfingum. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það mikið hoppum svo sem sipp, hnébeygjuhopp, burpees og þess háttar. Svo ef veður leyfir fer ég út og tek spretti 1-2x í viku. Finnst frábært að geta reimað á mig gaddaskóna og hlaupa úti.

Uppáhalds dagurinn minn er klárlega þegar ég lyfti lappir/rass, annars er allt gaman. Dæmi um lappaæfingu hjá mér:

Cable kickback 3x 20 á fót + 180° hopp 45 sek

Framstig 4x 15 á fót + 4x 12 hippi (kreista rass)

Side to side on a bosu ball 3x 45 sek + Uppstig með aftursparki 3x20 á fót

Donkey kicks 4x20 á fót + Hnébeygjuhopp 4x 45 sek

5x 200 m sprettir (helst úti).

Þegar plúsinn er á milli æfing þýðir það súpersett. Fyrir þá sem vita ekki hvað þýðir að supersetta: í staðin fyrir að gera eina æfingu og hvíla þá geriru eina og ferð strax í þá næstu og hvílir svo. Þannig að þú gerir alltaf tvær æfingar til skiptis án hvíldar á milli.

Ég ætla ekkert að skafa af því en ég ELSKA vörurnar frá Sportlíf. Afhverju? Því þau eru á sanngjörnu verði, prófaðu bara að gera samanburð ;) Svo ertu að fá gæði. Ég nota CLA, 100% Casein complex, Big bang pre workout og Scitec próteinið 100% whey. Ef þú ert í vafa hvað þú ættir að nota þá skal ég með glöðu geði hjálpa þér og svo veit ég að þeir í Sportlíf kunna sif fag. Svo ekki hika við að fá ráð!

Ég hef tamið mér það að vera alltaf með markmið í öllu, finnst voða leiðinlegt þegar ég hef ekkert að stefna að. Ég stefni á annað erlent mót á þessu ári, enn óvíst hvaða mót það verður en það kemur bara í ljós. Ég reyni að vakna á morgnanna með því hugarfari að gera betur en ég gerði í gær. En markmiðið mitt í lífinu almennt er að hjálpa öðrum, koma vel fram við alla, vera hress og elta þá drauma sem ég hef. Ekki væri nú verra að geta hjálpað öðrum að elta sína drauma, fátt sem lætur mér líða betur en að aðstoða aðra.

Eitt stutt að lokum, sem ég segi oft. Ef þú vilt eitthvað þá skaltu fara og sækja það! Það er enginn að fara að gera það fyrir þig. Settu þér markmið og gerðu eitthvað á hverjum degi sem tekur þig einu skrefi nær því markmiði. Þú getur allt sem þú nennir að vinna fyrir :)

Ef þú heldur að ég geti aðstoðað þig með eitthvað eða hefur eitthverjar spurningar ekki hika við að heyra í mér. Hérna er síðan mín www.facebook.com/1mariaolsen og instagram/twitter er: 1mariaolsen