Sveinn Smári

Ég heiti Sveinn Smári Leifsson ég er á tuttugasta og þriðja ári og keppi í Fitness. Er 186cm á hæð og 95-96kg „offseason“ en ca 89-90kg í keppnisformi. Ég æfi í World-class Laugum og er búinn að lyfta af einhverju viti í ca. Þrjú ár.

Eg keppti fyrst í Nóvember 2011 í Fitness Unglingaflokk og lennti í 3. Sæti, svo keppti ég í nóvember 2012 og lennti í 5. Sæti í sama flokk og núna í apríl 2013 keppti ég í Sportfitness og endaði í 4. Sæti þar.

Æfingaprógram

Ég æfi 6 sinnum í viku og einangra vöðvahópa vel. Dagur 1 – brjóst, dagur 2 – Bak, dagur 3 – Quads og kálfar, dagur 4 – Bicep&Tricep, dagur 5 – Axlir og kviður, dagur 6 – Hamstring og kálfar.

Uppáhaldsæfing og uppáhaldsvöðvi

Uppáhalds æfingin verða að vera allar æfingar fyrir hendur, elska það að finnast húðin vera að rifna utan af höndunum útaf pumpi. Og uppáhalds vöðvinn eru axlirnar, stórar og góðar.

Markmið og hvað er framundan

Eg stefni á að halda áfram að keppa í fitness á fullum krafti.

Hvaða vörur notar Sveinn Smári

100% Whey Protein, Amino St5300, SAW eða K-Otic fyrir æfingu og Stacker 4 til að brenna. Svo æfi ég alltaf í Flex-Fitness