Thelma Björg

Ég heiti Thelma Björg Magnúsdóttir er 22 ára nemi í Viðskiptafræði í Háskóla íslands. Ég æfi  og vinn einnig í World Class,  finnst best að lyfta í laugum en er með námskeið og Hóptíma í World Class Ögurhvarfi.

Mér finnst lang skemmtilegast að taka  allar þær æfingar sem taka vel á rassinum.

Ég hef ekki ákveðið hvenær ég keppi næst, löngunin er til staðar en það þarf margt að bæta.

Fæðubótaefnin sem ég nota eru  Glutamin, CLA, stacker whey protein og BCAA.

Ég hef aðeins keppt einu sinni og keppti ég þá á Evropumeisaramóti WBFF í tveimur flokkum og hafnaði i fyrsta sæti í  Diva Bikiní Model short class.